Hvað þarf ég að vita um vináttu við skólafélaga?
KAFLI 17
Hvað þarf ég að vita um vináttu við skólafélaga?
„Stundum sá ég hóp af krökkum og hugsaði: Vá, þau eru ótrúlega góðir vinir. Ég vil eiga vini eins og þau.“ — Joe.
„Það var ekki erfitt fyrir mig að eignast vini í skólanum. Það var mjög auðvelt. En það var vandamálið.“ — María.
Jóhannes 15:15) Þegar hann var tekinn af lífi á kvalastaur var náinn vinur hans, Jóhannes, „lærisveininn, sem hann elskaði,“ til staðar. (Jóhannes 19:25-27; 21:20) Við þurfum öll á slíkum vinum að halda — vinum sem standa með manni í gegnum súrt og sætt.
ALLIR þurfa vini — einhverja sem þeir njóta þess að vera með á góðum stundum og geta leitað til á slæmum stundum. Jesús átti vini og hann hafði ánægju af því að blanda geði við þá. (Kannski finnst þér þú hafa fundið slíka vini í skólanum — einn eða tvo bekkjarfélaga sem þú átt samleið með. Þið eigið kannski sameiginleg áhugamál og hafið gaman af því að tala saman. Þér finnst þessir vinir kannski ekki flokkast undir ,vondan félagsskap‘. (1. Korintubréf 15:33) „Maður sér þessa krakka næstum á hverjum degi,“ segir Anna. „Þess vegna líður manni vel með þeim. Þetta er ekki eins og að vera með trúsystkinum þar sem manni finnst maður stundum þurfa að passa hvernig maður hegðar sér. Í skólanum getur maður slakað á.“ Þú gætir líka farið að hugsa eins og Lovísa gerði en hún segir: „Ég vildi að skólafélagarnir sæju að vottar Jehóva eru ekki eins skrítnir og allir halda. Ég vildi sýna þeim að við erum bara venjuleg.“ En eru þetta góðar ástæður fyrir því að eignast nána vini í skólanum?
Af hverju að vera varkár?
Athugum hvað gerðist hjá Maríu sem minnst var á í byrjun kaflans. Þar sem hún er mannblendin að eðlisfari átti hún auðvelt með að eignast vini. En það var erfitt fyrir
hana að vita hvar hún átti að draga mörkin. „Ég naut þess að vera vel liðin bæði af stelpum og strákum,“ viðurkennir hún. „Það varð til þess að ég sökk dýpra og dýpra niður í kviksyndi heimsins.“ Lovísa hefur svipaða reynslu. „Viðhorf hinna krakkanna smituðu mig,“ segir hún. „Ég fór að hegða mér eins og þau.“Það kemur ekki á óvart að slíkt gerist. Til að geta verið náinn vinur einhvers verður maður að hafa svipuð áhugamál og gildi. Ef maður myndar náin vináttubönd við fólk sem hefur ekki sömu trú og fylgir ekki sömu siðferðisreglum og maður sjálfur hlýtur það að hafa áhrif á hegðun manns. (Orðskviðirnir 13:20) Það er því góð ástæða fyrir því að Páll postuli skrifaði: „Dragið ekki ok með vantrúuðum.“ — 2. Korintubréf 6:14.
Það sem þú getur gert
Þýða orð Páls að þú verðir að forðast bekkjarfélaga þína og halda þig út af fyrir þig? Nei! Til að sinna þeirri skyldu að gera „allar þjóðir að lærisveinum“ verða kristnir menn að kunna að eiga samskipti við karla og konur af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og menningarsamfélögum. — Matteus 28:19.
Páll postuli var frábær fyrirmynd á þessu sviði. Hann kunni að tala við alls konar fólk þótt hann hefði ekki sömu trúarskoðanir 1. Korintubréf 9:22, 23) Þú getur líkt eftir honum. Sýndu jafnöldrum þínum vinsemd. Lærðu að eiga góð samskipti við þá. En gættu þess að falla ekki í þá gryfju að taka upp talsmáta þeirra og hegðun. Eins fljótt og mögulegt er skaltu skýra fyrir þeim háttvíslega af hverju þú velur að lifa eftir meginreglum Biblíunnar. — 2. Tímóteusarbréf 2:25.
og það. (Að vísu muntu skera þig úr hópnum og það er ekki alltaf auðvelt. (Jóhannes 15:19) En hvers vegna ekki að líta á málin á eftirfarandi hátt? Ef þú værir í björgunarbát og allt í kringum þig væri fólk við það að drukkna, hver væri þá besta leiðin til að hjálpa því — að yfirgefa bátinn og stökkva út í sjóinn til þeirra? Auðvitað ekki!
Sálmur 121:2-8) Ef þú víkur frá meginreglum Jehóva til þess eins að líkjast skólafélögunum stefnirðu velferð þinni og sambandinu við Jehóva í voða. (Efesusbréfið 4:14, 15; Jakobsbréfið 4:4) Það væri mun betra ef þú reyndir að hjálpa bekkjarfélögunum að komast upp í björgunarbátinn, ef svo mætti að orði komast, með því að sýna þeim hvernig eigi að þjóna Jehóva. Það er í rauninni besta leiðin til að sýna sanna vináttu.
Þú ert í svipaðri aðstöðu í skólanum. Allt í kringum þig er fólk sem hefur ekki þá vernd sem fylgir því að vera vinir Jehóva. (LYKILRITNINGARSTAÐUR
„Allt geri ég vegna fagnaðarerindisins til þess að ég fái hlutdeild í blessun þess.“ — 1. Korintubréf 9:23.
RÁÐ
Ef sumir bekkjarfélagar þínir vilja vita meira um trú þína skaltu líka leyfa þeim að segja sínar skoðanir. Hlustaðu af áhuga. Þegar þú talar skaltu gera það „með hógværð og virðingu“. — 1. Pétursbréf 3:15, 16.
VISSIR ÞÚ . . .?
Margir sem þjóna Guði núna kynntust sannleika Biblíunnar af því að skólafélagi hafði hugrekki til að segja þeim frá trú sinni.
HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?
Ef mér finnst samband við skólafélaga vera orðið of náið ætla ég að ․․․․․
Ef skólafélagi gerir grín að trú minni ætla ég að takast á við það með því að ․․․․․
Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․
HVAÐ FINNST ÞÉR?
● Af hverju heldurðu að það gæti virst auðveldara að eignast vini í skólanum en í söfnuðinum?
● Hvaða hættur fylgja því að eyða tíma eftir skóla með bekkjarfélaga sem er ekki í söfnuðinum?
● Hvaða gagn er í því að láta bekkjarfélaga sína vita að maður sé vottur Jehóva?
[Innskot á bls. 143]
„Ég var vanur að hegða mér eins og hinir krakkarnir í skólanum og því var auðvelt að eignast vini þar. En ég lærði af mistökum mínum. Núna á ég vini í söfnuðinum — vini sem ég get treyst.“ — Daníel
[Mynd á bls. 146]
Hver er besta leiðin til að hjálpa einhverjum sem er að drukkna — að hoppa út í vatnið eða henda út björgunarhring?