Að leysa ágreining
Af hverju ættum við að forðast það að reiðast eða hefna okkar þegar einhver móðgar okkur?
Okv 20:22; 24:29; Róm 12:17, 18; Jak 1:19, 20; 1Pé 3:8, 9
Dæmi úr Biblíunni:
1Sa 25:9–13, 23–35 – Nabal móðgar Davíð og menn hans og neitar að veita þeim aðstoð. Davíð ákveður í fljótfærni að drepa hann og alla karlmenn á heimilinu en skynsöm ráð Abígail koma í veg fyrir að Davíð baki sér blóðskuld.
Okv 24:17–20 – Undir innblæstri segir Salómon konungur fólki Guðs að Jehóva hafi vanþóknun á því þegar það gleðst yfir falli óvina. Við treystum því að Jehóva dæmi hina illu.
Ef við eigum í deilum við einhvern ættum við þá að hætta að tala við hann eða vera gröm út í hann?
3Mó 19:17, 18; 1Kor 13:4, 5; Ef 4:26
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 5:23, 24 – Jesús segir að við ættum að leggja mikið á okkur til að sættast við þá sem hafa eitthvað á móti okkur.
Hvað ættum við að gera ef einhver hefur sært okkur?
Hvers vegna ættum við að fyrirgefa jafnvel þeim sem hafa syndgað ítrekað gegn okkur ef þeir iðrast í einlægni?
Ef einhver í söfnuðinum syndgar gegn okkur og við getum ekki horft fram hjá því, til dæmis ef hann rægir okkur eða svíkur, hver ætti þá að tala við hann og með hvað að markmiði?
Hvað ættum við að gera ef einhver sem hefur rægt eða svikið okkur neitar að iðrast eftir að við höfum talað við hann í einrúmi?