Heiðurstitlar
Ættu kristnir menn að nota trúarlega heiðurstitla?
Dæmi úr Biblíunni:
Lúk 18:18, 19 – Þrátt fyrir að vera góður vill Jesús ekki hljóta titilinn „góði kennari“ og segir að Jehóva einn sé góður.
Hvers vegna notum við ekki trúarlega titla eins og „faðir“ eða „leiðtogi“?
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 23:9–12 – Jesús segir að við eigum ekki að nota heiðurstitla eins og ‚faðir‘ eða ‚leiðtogi‘.
1Kor 4:14–17 – Þó að Páll postuli hafi verið mörgum eins og faðir þá var hann samt aldrei kallaður „faðir Páll“ eða neitt því um líkt.
Af hverju er viðeigandi að við köllum hvert annað bræður og systur og hegðum okkur í samræmi við það?
Sjá einnig Pos 12:17; 18:18; Róm 16:1.
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 12:46–50 – Jesús lætur skýrt í ljós að hann lítur á þá sem tilbiðja Jehóva með honum sem bræður sína og systur.
Hvers vegna er viðeigandi að við notum titla fyrir stjórnmálamenn, dómara og aðra embættismenn?
Dæmi úr Biblíunni:
Pos 26:1, 2, 25 – Páll postuli ávarpar veraldlega valdhafa, eins og Agrippu og Festus, með opinberum titlum þeirra.