10. HLUTI
Hvernig er hægt að þekkja sanna trú?
1. Er aðeins til ein sönn trú?
Jesús kenndi fylgjendum sínum bara eina trú, þá sönnu. Hún er eins og vegur sem liggur til eilífs lífs. Jesús sagði að fáir fyndu þennan veg. (Matteus 7:14) Guð viðurkennir aðeins tilbeiðslu sem byggist á sannleiksorði hans. Allir sannir tilbiðjendur eru sameinaðir í einni trú. – Lestu Jóhannes 4:23, 24; 14:6; Efesusbréfið 4:4, 5.
Horfðu á myndskeiðið Viðurkennir Guð hvaða trúarbrögð sem er?
2. Hvað sagði Jesús um falska kristni?
Jesús varaði við að falsspámenn myndu spilla kristinni trú. Út á við virðast þeir ástunda sanna trú. Kirkjur þeirra kalla sig kristnar. En það er hægt að átta sig á raunverulegu eðli þeirra. Hvernig? Sönn trú hefur mótandi áhrif á þá sem stunda hana þannig að þeir þekkjast af verkum sínum og eiginleikum. – Lestu Matteus 7:13-23.
3. Á hverju þekkjast sannkristnir menn?
Lítum á fimm áberandi einkenni:
-
Sannkristnir menn líta á Biblíuna sem orð Guðs. Þeir reyna að lifa eftir meginreglum hennar. Sönn trú er því ólík trúarbrögðum sem byggjast á hugmyndum manna. (Matteus 15:7-9) Sannkristnir menn breyta í samræmi við það sem þeir boða. – Lestu Jóhannes 17:17; 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.
-
Matteus 6:9) Hvaða trúfélag þekkirðu sem kunngerir nafn Guðs? – Lestu Jóhannes 17:26; Rómverjabréfið 10:13, 14.
Sannir fylgjendur Jesú heiðra nafn Guðs, Jehóva. Jesús heiðraði nafn Guðs með því að kunngera það. Hann hjálpaði fólki að kynnast Guði og kenndi því að biðja þess að nafn hans myndi helgast. ( -
Sannkristnir menn boða ríki Guðs. Guð sendi Jesú til að boða gleðifréttirnar um ríki Guðs. Ríki Guðs er eina von mannkyns. Jesús talaði um það allt til dauðadags. (Lúkas 4:43; 8:1; 23:42, 43) Hann sagði að fylgjendur sínir myndu líka boða það. Ef einhver talar við þig um Guðsríki hverrar trúar ætli hann sé? – Lestu Matteus 24:14.
-
Fylgjendur Jesú eru ekki hluti af þessum illa heimi. Þeir þekkjast á því að þeir taka engan þátt í stjórnmálum eða deilumálum samfélagsins. (Jóhannes 17:16; 18:36) Þeir forðast líka skaðlega hegðun og viðhorf heimsins. – Lestu Jakobsbréfið 4:4.
-
Sannkristnir menn bera djúpan kærleika hver til annars. Þeir læra af orði Guðs að virða fólk af öllum þjóðernum. Fölsk trúarbrögð hafa oft stutt stríðsátök með ráðum og dáð en sannkristnir menn forðast það með öllu. (Míka 4:1-3) Sannkristnir menn sýna þá óeigingirni að nota tíma sinn og fjármuni til að hjálpa öðrum og uppörva þá. – Lestu Jóhannes 13:34, 35; 1. Jóhannesarbréf 4:20.
4. Geturðu borið kennsl á sanna trú?
Hvaða trúfélag byggir allar kenningar sínar á Biblíunni, heiðrar nafn Guðs og boðar að ríki hans sé eina von mannkyns? Hverjir sýna kærleika í verki og taka ekki þátt í stríðsátökum? Hvað sýnist þér? – Lestu 1. Jóhannesarbréf 3:10-12.