Þróunarkenningin – ranghugmyndir og staðreyndir
„Þróun er ekki síður staðreynd en ylur sólarinnar.“ Þetta fullyrðir Richard Dawkins prófessor en hann er þekktur þróunarfræðingur.16 Auðvitað er hægt að sýna fram á með tilraunum og beinum athugunum að sólin er heit. En hafa athuganir og tilraunir sýnt fram á það með jafn óyggjandi hætti að lífið hafi þróast?
Áður en við svörum þessari spurningu þurfum við að fá eitt á hreint. Margir vísindamenn hafa bent á að afkomendur lifandi vera geti breyst örlítið í tímans rás. Hundaræktendur geta til dæmis parað saman dýr með þeim hætti að afkomendurnir verði með styttri fætur eða síðara hár en forfeðurnir. a Sumir vísindamenn kalla þessar smávægilegu breytingar „smásæja þróun“.
Þróunarfræðingar kenna hins vegar að á milljörðum ára hafi þessar smávægilegu breytingar samanlagðar orðið að þeim stórstígu breytingum sem þurfti til þess að fiskar breyttust í froskdýr og mannapar í menn. Þessar stórstígu breytingar, sem eiga að hafa átt sér stað, eru kallaðar „stórsæ þróun“.
17 Hann taldi að milljónir ólíkra lífsforma á jörðinni hefðu þróast smám saman af einhverjum einföldum og upprunalegum lífsformum, með mörgum ,smávægilegum breytingum‘ á óralöngum tíma.18
Charles Darwin hélt því fram að þær smáu breytingar, sem hægt væri að sjá, væru vísbending um að einnig gætu átt sér stað miklu stærri breytingar sem enginn hefur þó séð.Mörgum þykir þetta trúverðug lýsing. Þeir hugsa sem svo að fyrst smávægilegar breytingar geti orðið innan tegundar hljóti þróunin að geta valdið miklum breytingum á löngum tíma. b Í veruleikanum byggist þróunarkenningin þó á þrem ranghugmyndum. Lítum á eftirfarandi.
1. ranghugmynd. Stökkbreytingar eru það „hráefni“ sem þarf til að skapa nýjar tegundir. Kenningin um stórsæja þróun er byggð á þeirri staðhæfingu að stökkbreytingar, sem eru handahófskenndar breytingar á erfðalyklinum, geti bæði skapað nýjar tegundir og nýjar ættir jurta og dýra.19
Staðreyndir. Margir þættir í gerð jurta og dýra ákvarðast af þeim fyrirmælum sem er að finna í erfðalyklinum, „vinnuteikningunum“ sem eru geymdar í kjarna hverrar frumu. c Vísindamenn hafa komist að raun um að stökkbreytingar geta valdið breytingum á afkomendum lifandi vera. En geta stökkbreytingar skapað nýjar tegundir í raun og veru? Við skulum líta á hvað erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós.
Síðla á fjórða áratug síðustu aldar tóku vísindamenn nýja hugmynd upp á arma sína. Þeir töldu að nýjar tegundir jurta gætu myndast við stökkbreytingar og náttúruval, en náttúruval er í stuttu máli þannig að þær lífverur, sem henta best umhverfi sínu, eru líklegastar til að lifa og fjölga sér. Þeir gerðu því ráð fyrir að menn hlytu að geta bætt um betur með því að stýra því hvaða stökkbreytingar væru valdar úr. „Líffræðingar í heild voru í sæluvímu en þó sérstaklega erfðafræðingar og þeir sem unnu að kynbótum,“ sagði Wolf-Ekkehard Lönnig en hann er vísindamaður sem starfar við þýsku Max Planck jurtarannsóknastofnunina. d Og af hverju spratt sæluvíman? Lönnig, sem hefur starfað í ein 30 ár við rannsóknir á stökkbreytingum jurta, segir: „Vísindamenn héldu að nú væri kominn tími til að umbylta hefðbundnum aðferðum við ræktun og kynbætur jurta og dýra. Þeir töldu að hægt væri að búa til nýjar og betri jurtir og dýr með því að framkalla stökkbreytingar og velja úr þær hagstæðu.“20 Sumir vísindamenn vonuðust jafnvel til að geta búið til algerlega nýjar tegundir.
Vísindamenn í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu hleyptu af stað ýmsum rannsóknaráætlunum. Þeir höfðu yfrið fjármagn og studdust við aðferðir sem gáfu fyrirheit um að hægt væri að hraða þróuninni. Hvaða árangri höfðu þessar öflugu rannsóknir skilað rösklega 40 árum síðar? „Þrátt fyrir gríðarlegan kostnað mistókst að mestu að búa til æ frjósamari afbrigði með geislun [til að valda stökkbreytingum],“ svarar rannsóknarmaðurinn Peter von Sengbusch.21 Lönnig segir: „Upp úr 1980 voru vonirnar brostnar og sæluvíman horfin meðal vísindamanna um allan heim. Á Vesturlöndum var hætt frekari tilraunum í þá átt að beita stökkbreytingum til kynbóta. Nánast öll stökkbreyttu afbrigðin stóðu villtu afbrigðunum að baki. Þau voru annaðhvort veikbyggðari eða dóu.“ e
En hvað sem þessu líður hefur gögnum verið safnað síðastliðin 100 ár um stökkbreytingar almennt og síðastliðin 70 ár um stökkbreytingar til kynbóta. Af þessum gögnum geta vísindamenn dregið ályktanir um það hvort nýjar tegundir geti orðið til við stökkbreytingar. Lönnig dregur eftirfarandi ályktun af þeim gögnum sem fyrir liggja: „Stökkbreytingar geta ekki breytt upprunalegri tegund [jurtar eða dýrs] í algerlega nýja tegund. Þessi ályktun kemur heim og saman við allar tilraunir og niðurstöður stökkbreytingarannsókna 20. aldar samanlagðar og hún kemur sömuleiðis heim og saman við líkindafræðina.“
Geta stökkbreytingar þá orðið til þess að algerlega ný tegund þróist af annarri? Öll rök mæla gegn því. Lönnig dregur þá ályktun af rannsóknum sínum að „erfðafræðilega afmarkaðar tegundir eigi sér raunveruleg takmörk sem tilviljunarkenndar stökkbreytingar geta ekki afnumið eða farið út fyrir“.22
Lítum nánar á þýðingu þessa. Færustu vísindamenn geta ekki búið til nýjar tegundir með því að framkalla stökkbreytingar og velja síðan úr þær hagstæðustu. Er þá líklegt að tilviljunin ein standi sig betur? Rannsóknir sýna að stökkbreytingar geta ekki breytt upprunalegri tegund í algerlega nýja tegund. Hvernig á stórsæ þróun þá að hafa átt sér stað?
2. ranghugmynd. Náttúruval olli því að til urðu nýjar tegundir. Darwin taldi að náttúrlegt val, sem hann kallaði svo, myndi hygla þeim lífsformum sem hæfðu umhverfinu best en lífsform, sem hentuðu síður, myndu deyja út að lokum. Þróunarfræðingar okkar daga halda því fram að þegar tegundir breiddust út og einangruðust hafi náttúran valið úr stökkbreytt afbrigði sem voru lífvænleg í nýja umhverfinu. Þróunarfræðingar gefa sér að þessir einangruðu hópar hafi smám saman þróast yfir í algerlega nýjar tegundir.
Staðreyndir. Eins og fram hefur komið benda rannsóknarniðurstöður eindregið til þess að nýjar tegundir jurta eða dýra geti ekki orðið til af völdum stökkbreytinga. Hvaða sannanir leggja þróunarfræðingar þá fram til að styðja þá staðhæfingu sína að nýjar tegundir verði til á þann hátt að náttúran velji úr hagstæðar stökkbreytingar? Í bæklingi, sem Bandaríska vísindaakademían gaf út árið 1999, er minnst á „svonefndar Darwinsfinkur, 13 finkutegundir sem Darwin rannsakaði á Galapagoseyjum“.23
Hópur vísindamanna undir forystu Peters R. og B. Rosemary Grant við Prince- ton-háskóla hóf rannsóknir á þessum finkum upp úr 1970. Eftir eins árs þurrkatímabil kom í ljós að finkur, sem höfðu eilítið stærra nef, komust betur af en finkur með smærra nef. Þetta var talin merk niðurstaða því að lögun og stærð nefsins er ein helsta leiðin til að greina sundur finkutegundirnar 13. „Grant-hjónin áætla að ef þurrkar yrðu á 10 ára fresti á eyjunum þyrfti ekki nema 200 ár til að ný finkutegund kæmi fram,“ segir í bæklingi Bandarísku vísindaakademíunnar.En bæklingurinn lætur þess ógetið að á árunum eftir þurrkinn urðu finkur með smærra nef yfirgnæfandi á nýjan leik. Vísindamennirnir uppgötvuðu að þegar veðurfar breyttist á eynni urðu finkur með stærra nef yfirgnæfandi eitt árið en síðar tóku við finkur með smærra nef. Einnig kom í ljós að „tegundir“ finkustofnsins tímguðust saman og eignuðust afkvæmi sem komust betur af en foreldrarnir. Niðurstaðan var því sú að tvær „tegundir“ gætu runnið saman í eina á aðeins 200 árum ef þær héldu áfram að tímgast saman.25
Myndast þá algerlega nýjar tegundir af völdum náttúruvals? Nokkrir áratugir eru síðan þróunarlíffræðingurinn George Christopher Williams tók að véfengja að náttúruval gæti valdið slíkum breytingum.26 Jeffrey Schwartz, sem er hugmyndafræðingur á sviði þróunarfræða, skrifaði árið 1999 að það sé hugsanlegt að náttúruval hjálpi tegundum að laga sig að breyttum lífsskilyrðum en það skapi hins vegar ekki neitt nýtt.27
Darwinsfinkurnar eru ekki að breytast í „neitt nýtt“. Þær eru eftir sem áður finkur. Og sú staðreynd að þær skuli tímgast saman vekur efasemdir um þær aðferðir sem sumir vísindamenn beita til að skilgreina hugtakið tegund. Upplýsingar sem þessar sýna sömuleiðis að virtar vísindaakademíur geta átt það til að segja einhliða frá staðreyndum.
3. ranghugmynd. Lesa má úr steingervingasögunni að stórsæ þróun hafi átt sér stað. Áðurnefndur bæklingur Bandarísku vísindaakademíunnar vekur 28
þá hugmynd hjá lesendum að þeir steingervingar, sem vísindamenn hafa fundið, sýni með óyggjandi hætti að stórsæ þróun hafi átt sér stað. Þar segir: „Fundist hafa svo mörg millistig milli fiska og froskdýra, milli froskdýra og skriðdýra, milli skriðdýra og spendýra, og einnig milli fremdardýra á þróunarferli þeirra, að oft er erfitt að ákvarða fyrir víst hvenær ein sérstök tegund breytist í aðra.“Staðreyndir. Það sjálfsöryggi, sem þessi staðhæfing endurspeglar, vekur nokkra furðu. Hvers vegna? Niles Eldredge, sem er dyggur þróunarsinni, segir ekki að smávægilegar breytingar hafi safnast upp með tímanum heldur sýni steingervingasagan að langtímum saman verði „litlar sem engar þróunarbreytingar hjá flestum tegundum“. f29
Samkvæmt steingervingasögunni birtast allir helstu flokkar dýra skyndilega og hafa haldist næstum óbreyttir síðan.
Þegar þetta er skrifað hafa vísindamenn um allan heim grafið upp og skrásett um 200 milljónir stórra steingervinga og milljarða smárra. Margir vísindamenn eru á einu máli um að þetta mikla og ítarlega steingervingasafn sýni að allir helstu flokkar dýra hafi birst skyndilega og síðan haldist að mestu leyti óbreyttir. Jafnframt sýni það að margar tegundir hverfi jafn skyndilega og þær birtast.
Að viðurkenna þróunarkenninguna er „trúaratriði“
Hvers vegna ætli margir þekktir þróunarfræðingar haldi því stíft fram að stórsæ þróun sé staðreynd? Richard Lewontin, sem er áhrifamikill þróunarfræðingur, sagði hreinskilnislega að margir vísindamenn séu reiðubúnir til að viðurkenna ósannaðar fullyrðingar, sem eru settar fram í nafni vísinda, af því að þeir séu búnir að „skuldbinda sig efnishyggjunni“. g Fjöldi vísindamanna vill ekki einu sinni íhuga þann möguleika að til sé vitiborinn hönnuður vegna þess að „við getum ekki hleypt Guði inn í gættina“, eins og Lewontin orðar það.30
Tímaritið Scientific American hefur í þessu sambandi eftir félagsfræðingnum Rodney Stark: „Í 200 ár er búið að markaðssetja þá hugmynd að vilji maður vera vísindalega þenkjandi verði maður að vera laus við fjötra trúarinnar.“ Hann segir enn fremur að við rannsóknarháskóla sé staðan sú að „hinir trúhneigðu haldi sér saman“.31
Ef við ætlum að taka kenninguna um stórsæja þróun góða og gilda þurfum við að trúa því að vísindamenn, sem efast um eða trúa ekki á tilvist Guðs, láti ekki persónulegar skoðanir sínar hafa áhrif á það hvernig þeir túlka vísindalegar uppgötvanir. Við þurfum að trúa því að stökkbreytingar og náttúruval hafi myndað öll hin flóknu lífsform, þrátt fyrir að rannsóknir á milljörðum stökkbreytinga í heila öld sýni að stökkbreytingar hafa ekki breytt einni einustu afmarkaðri tegund í algerlega nýja tegund. Við þurfum að trúa því að allar lífverur hafi þróast smám saman af sameiginlegum forföður, þó svo að steingervingasagan bendi sterklega til þess að allar helstu tegundir jurta og dýra hafi birst skyndilega og ekki þróast yfir í aðrar tegundir, jafnvel á óralöngum tíma. Finnst þér þess konar trú bera merki þess að hún byggist á staðreyndum? Í rauninni er það hreint „trúaratriði“ að viðurkenna þróunarkenninguna.
a Þær breytingar, sem hundaræktendum tekst að ná fram, stafa hins vegar oft af því að það dregur úr virkni gena. Greifingjahundur er til dæmis lágfættur vegna vanmyndunar á brjóski en það veldur dvergvexti.
b Í sköpunarsögu Biblíunnar segir að jurtir og dýr hafi verið sköpuð eftir sinni tegund. (1. Mósebók 1:12, 21, 24, 25) Rétt er að hafa í huga að hebreska orðið, sem þar er þýtt „tegund“, hefur mun breiðari merkingu en vísindahugtakið „tegund“. Það sem vísindamenn kjósa að kalla þróun nýrrar tegundar er oft ekki annað en breytileiki innan „tegundar“ eins og hugtakið er notað í sköpunarsögu Biblíunnar.
c Rannsóknir sýna að umfrymi frumna, himnur og önnur frumulíffæri hafa einnig áhrif á útlit og starfsemi lifandi vera.
d Lönnig álítur að lífið sé skapað. Orð hans í þessu riti lýsa skoðunum hans sjálfs en ekki afstöðu Max Planck jurtarannsóknastofnunarinnar.
e Tilraunir með stökkbreytingar leiddu hvað eftir annað í ljós að nýjum stökkbrigðum fækkaði jafnt og þétt en sömu stökkbrigðin komu fram aftur og aftur. Innan við 1 prósent stökkbreyttra jurta var valið úr til frekari rannsókna og innan við 1 prósent þeirra reyndist nothæft til ræktunar í atvinnuskyni. En ekki ein einasta ný tegund varð til. Kynbætur með stökkbreytingum á dýrum komu enn verr út en kynbætur á jurtum svo að þeim hefur verið hætt með öllu.
f Þau örfáu dæmi í steingervingasögunni, sem vísindamenn benda á að sanni þróun, eru meira að segja umdeild. Sjá bæklinginn The Origin of Life — Five Questions Worth Asking, bls. 22 til 29, gefinn út af Vottum Jehóva.
g Hugtakið „efnishyggja“ er hér notað um þá kenningu að allt í alheiminum, þar á meðal lífið, hafi orðið til án íhlutunar yfirnáttúrlegra afla.