Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 50

Hvernig getur fjölskyldan þín notið hamingju? – 2. hluti

Hvernig getur fjölskyldan þín notið hamingju? – 2. hluti

Börn eru gjöf frá Jehóva og hann ætlast til þess að foreldrar hugsi vel um þessa gjöf. Jehóva gefur foreldrum góð ráð sem hjálpa þeim til þess. Hann gefur börnum líka ráð sem hjálpa þeim að stuðla að hamingju fjölskyldunnar.

1. Hvaða ráð gefur Jehóva foreldrum?

Jehóva vill að foreldrar elski börn sín og verji eins miklum tíma með þeim og þeir geta. Hann ætlast líka til þess að foreldrar verndi börnin sín og noti meginreglur Biblíunnar til að kenna þeim. (Orðskviðirnir 1:8) Biblían segir feðrum að ‚ala börnin sín upp með því að leiðbeina þeim eins og Jehóva vill‘. (Lestu Efesusbréfið 6:4.) Það gleður Jehóva þegar foreldrar fylgja leiðsögn hans við að ala upp börnin sín og fela ekki öðrum þá ábyrgð.

2. Hvaða ráð gefur Jehóva börnum?

Jehóva segir við börn: „Hlýðið foreldrum ykkar.“ (Lestu Kólossubréfið 3:20.) Börn gleðja bæði Jehóva og foreldra sína þegar þau hlýða foreldrum sínum og sýna þeim virðingu. (Orðskviðirnir 23:22–25) Börn geta lært margt af Jesú. Hann hlýddi foreldrum sínum og sýndi þeim virðingu þegar hann var barn, þó að hann væri fullkominn en þau ófullkomin. – Lúkas 2:51, 52.

3. Hvernig getið þið fjölskyldan nálgast Guð?

Ef þú átt börn viltu eflaust að þau elski Jehóva jafn heitt og þú gerir. Hvernig geturðu hjálpað þeim til þess? Með því að fylgja þessu ráði Biblíunnar: „Brýndu [orð Jehóva] fyrir börnum þínum og talaðu um þau þegar þú situr heima og þegar þú ert á gangi.“ (5. Mósebók 6:7) Að „brýna“ felur í sér að kenna með því að endurtaka. Þú veist líklega að stundum þarf að segja börnunum eitthvað oft til að þau muni það. Þetta biblíuvers minnir okkur á að við þurfum að leita leiða til að tala oft um Jehóva við börnin okkar. Það er gott að taka frá tíma í hverri viku til að rannsaka Biblíuna sem fjölskylda. Og þó að þú eigir ekki börn er samt gott að taka frá tíma í hverri viku til að rannsaka Biblíuna.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu hagnýt ráð sem stuðla að því að allir í fjölskyldunni finni til öryggis og hamingju.

4. Sýndu kærleika

Það getur tekið á að ala upp barn. Hvernig getur Biblían hjálpað? Lesið Jakobsbréfið 1:19, 20 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig geta foreldrar sýnt kærleika þegar þeir tala við börnin sín?

  • Hvers vegna ætti foreldri aldrei að aga barnið sitt í reiði? a

5. Verndaðu börnin þín

Til að vernda börnin þín er mikilvægt að þú talir við hvert og eitt þeirra um kynferðismál. Það getur verið vandræðalegt. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna finnst sumum foreldrum erfitt að tala við börnin sín um kynlíf?

  • Hvernig hafa sumir foreldrar útskýrt kynlíf fyrir börnum sínum?

Heimur Satans versnar stöðugt eins og Biblían sagði fyrir um. Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:1, 13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Sumir þeirra vondu sem talað er um í versi 13 beita börn kynferðislegu ofbeldi. Hvers vegna er mikilvægt að foreldrar fræði börn sín um kynferðismál og hvernig þau geta varið sig gegn barnaníðingum?

Vissir þú?

Vottar Jehóva hafa gefið út mörg hjálpargögn til að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín um kynferðismál og vernda þau gegn kynferðisofbeldi. Hér eru nokkur dæmi:

6. Sýndu foreldrum þínum virðingu

Börn og unglingar geta sýnt foreldrum sínum virðingu með því hvernig þau tala við þá. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna er gott að börn og unglingar tali við foreldra sína af virðingu?

  • Hvernig geta þau gert það?

Lesið Orðskviðina 1:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig ættu börn og unglingar að bregðast við þegar foreldrar þeirra gefa þeim leiðbeiningar?

7. Tilbiðjið Jehóva sem fjölskylda

Vottafjölskyldur taka frá ákveðinn tíma í hverri viku til að tilbiðja Jehóva saman. Hvernig geta slíkar stundir verið? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað geta fjölskyldur gert til að ná að hafa tilbeiðslustund fjölskyldunnar í hverri viku?

  • Hvað geta foreldrar gert til að tilbeiðslustundin sé gagnleg og ánægjuleg? – Sjá myndina í byrjun kaflans.

  • Hvað getur gert fjölskyldu þinni erfitt fyrir að rannsaka Biblíuna saman?

Jehóva ætlaðist til þess að fjölskyldur í Ísrael til forna töluðu reglulega saman um Ritningarnar. Lesið 5. Mósebók 6:6, 7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig getur þú fylgt þessari meginreglu?

Hugmyndir fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar:

  • Undirbúið ykkur fyrir samkomurnar.

  • Lesið og ræðið um biblíufrásögu sem fjölskyldan hefur gaman af.

  • Ef þið eigið ung börn getið þið sótt eða prentað út verkefni fyrir þau á jw.org.

  • Ef þið eigið unglinga getið þið rætt um unglingagrein á jw.org.

  • Leikið biblíusögu með börnunum ykkar.

  • Horfið á myndband á jw.org og ræðið um það.

SUMIR SEGJA: „Biblían er of flókin fyrir börn.“

  • Hvað myndir þú segja við því?

SAMANTEKT

Jehóva vill að foreldrar elski börnin sín, þjálfi þau og verndi. Hann vill að börn sýni foreldrum sínum virðingu og hlýði þeim. Og hann vill að fjölskyldur tilbiðji hann saman.

Upprifjun

  • Hvernig geta foreldrar þjálfað börnin sín og verndað þau?

  • Hvernig geta börn sýnt foreldrum sínum virðingu?

  • Hvaða gagn er að því að taka frá tíma í hverri viku fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar?

Markmið

KANNAÐU

Hvaða eiginleikar búa börnin þín undir fullorðinsárin?

„Eiginleikar sem þarf að kenna börnum“ (Vaknið! nr. 2 2019)

Lestu um hagnýt ráð Biblíunnar handa þeim sem annast aldraða foreldra sína.

„Hvað segir Biblían um að annast aldraða foreldra?“ (Vefgrein)

Sjáðu hvernig maður sem vissi ekki hvernig hann átti að ala upp börn varð góður faðir.

Jehóva kenndi okkur að ala upp börnin (5:58)

Lestu um hvernig feður geta styrkt sambandið við syni sína.

„Hvernig geta feður átt náið samband við syni sína?“ (Varðturninn 1. janúar 2012)

a Í Biblíunni merkir ‚agi‘ að kenna, leiðbeina og leiðrétta. Hann á aldrei við um illa meðferð eða grimmd. – Orðskviðirnir 4:1.