Bréfið til Efesusmanna 2:1–22

  • Lífguð með Kristi (1–10)

  • Múrinn sem aðskildi rifinn niður (11–22)

2  Guð lífgaði ykkur þó að þið væruð dauð vegna afbrota ykkar og synda.+  Þið lifðuð einu sinni eins og fólk lifir í þessum heimi*+ og fylgduð valdhafa loftsins+ sem gegnsýrir allt, andans*+ sem starfar nú í þeim sem eru óhlýðnir.  Já, eitt sinn hegðuðum við okkur öll eins og þeir og fylgdum löngunum holdsins.+ Við létum vilja holdsins og hugsana okkar ráða ferðinni+ og vorum þannig í eðli okkar að við verðskulduðum reiði Guðs*+ eins og allir hinir.  En Guð er ríkur að miskunn+ og ber svo mikinn kærleika til okkar+  að hann lífgaði okkur með Kristi, jafnvel þótt við værum dauð vegna afbrota okkar.+ Einstök góðvild hans hefur bjargað ykkur.  Og hann reisti okkur upp og lét okkur fá sæti á himnum, sameinuð Kristi Jesú,+  til að geta sýnt á komandi tímum* hve einstök góðvild hans er ríkuleg og hve örlátur* hann er í garð okkar sem erum sameinuð Kristi Jesú.  Með þessari einstöku góðvild hefur ykkur verið bjargað vegna trúar+ og það er ekki sjálfum ykkur að þakka heldur er það gjöf Guðs.  Það byggist ekki á verkum+ og þess vegna getur enginn stært sig af því. 10  Við erum handaverk Guðs, og sameinuð Kristi Jesú+ vorum við sköpuð+ til góðra verka sem Guð ákvað fyrir fram að við skyldum vinna. 11  Munið því að þið sem eruð af þjóðunum að ætterni voruð eitt sinn kallaðir óumskornir af þeim sem kallast umskornir og eru umskornir á líkamanum með höndum manna. 12  Á þeim tíma voruð þið án Krists, útilokuð frá Ísraelsþjóðinni og áttuð ekki aðild að sáttmálunum sem byggjast á loforðinu.+ Þið áttuð enga von og voruð án Guðs í heiminum.+ 13  En núna eruð þið sameinuð Kristi Jesú, þið sem einu sinni voruð fjarlæg Guði en eruð nú nálæg honum vegna blóðs Krists. 14  Hann er friður okkar,+ hann sem sameinaði báða hópana+ og reif niður múrinn sem aðskildi þá.+ 15  Með líkama sínum afmáði hann það sem olli fjandskapnum, það er lögin með boðorðum þess og skipunum, til að gera hópana tvo sem eru sameinaðir honum að einum nýjum manni+ og skapa frið. 16  Og með kvalastaurnum*+ sætti hann báða hópana að fullu við Guð og gerði þá að einum líkama þar sem hann batt enda á fjandskapinn+ með líkama sínum. 17  Hann kom og flutti fagnaðarboðskap friðarins bæði ykkur sem voruð fjarlæg Guði og þeim sem voru nálægir honum 18  því að vegna hans höfum við, báðir hóparnir, frjálsan aðgang að föðurnum með einum anda. 19  Þess vegna eruð þið ekki lengur ókunnug og útlendingar+ heldur hafið þið sama þegnrétt+ og aðrir hinna heilögu og tilheyrið fjölskyldu Guðs.+ 20  Þið eruð eins og steinar í byggingu sem hefur postulana og spámennina að undirstöðu+ en Krist Jesú sjálfan að undirstöðuhornsteini.+ 21  Öll byggingin er sameinuð honum og myndar eina samstæða heild,+ og hún vex og verður heilagt musteri handa Jehóva.*+ 22  Þar sem þið eruð sameinuð Kristi er byggt úr ykkur hús þar sem Guð getur búið með anda sínum.+

Neðanmáls

Eða „þessari heimsskipan“.
Eða „hugarfarsins“.
Orðrétt „í eðli okkar reiðinnar börn“.
Eða „öldum“. Sjá orðaskýringar, „heimsskipan“.
Eða „velviljaður“.