Jesaja 2:1–22
2 Þetta er það sem Jesaja Amotssyni opinberaðist varðandi Júda og Jerúsalem:+
2 Á síðustu dögum*mun fjallið sem hús Jehóva stendur áverða óbifanlegt og gnæfa yfir hæstu fjallatinda.+
Það mun rísa yfir hæðirnarog allar þjóðir streyma þangað.+
3 Margar þjóðir munu koma og segja:
„Komið, förum upp á fjall Jehóva,til húss Guðs Jakobs.+
Hann mun fræða okkur um vegi sínaog við munum ganga á stígum hans,“+því að lög koma* frá Síonog orð Jehóva frá Jerúsalem.+
4 Hann mun dæma meðal þjóðannaog útkljá mál* meðal þeirra.
Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínumog garðhnífa úr spjótum sínum.+
Engin þjóð mun beita sverði gegn annarri þjóðné læra hernað framar.+
5 Komið, afkomendur Jakobs,göngum í ljósi Jehóva.+
6 Þú hefur yfirgefið þjóð þína, afkomendur Jakobs,+því að land hennar er orðið fullt af austurlenskum siðum.
Menn stunda galdra+ eins og Filistearog krökkt er af börnum útlendinga.
7 Land þeirra er fullt af silfri og gulliog fjársjóðir þeirra eru óþrjótandi.
Land þeirra er fullt af hestumog hervagnar þeirra óteljandi.+
8 Land þeirra er fullt af einskis nýtum guðum.+
Þeir falla fram fyrir eigin handaverkum,fyrir því sem þeir hafa gert með fingrum sínum.
9 Þannig falla mennirnir fram og niðurlægja sigog þú getur alls ekki fyrirgefið þeim.
10 Flýðu inn í klettinn og feldu þig í moldinnifyrir ógnvekjandi reiði Jehóvaog stórfenglegri hátign hans.+
11 Hrokafull augu mannsins verða niðurlægðog drambsamir menn auðmýktir.
Jehóva einn verður upphafinn á þeim degi.
12 Sá dagur er dagur Jehóva hersveitanna.+
Hann kemur yfir alla sem eru hrokafullir og sjálfumglaðir,yfir alla, jafnt háa sem lága,+
13 yfir öll stolt og há sedrustré Líbanonsog allar eikur í Basan,
14 yfir öll gnæfandi fjöllog allar háar hæðir,
15 yfir alla háa turna og alla rammgerða múra,
16 yfir öll Tarsisskip+og yfir alla veglega báta.
17 Hroki mannanna verður lægðurog dramb þeirra verður þeim til auðmýkingar.
Jehóva einn verður upphafinn á þeim degi.
18 Gagnslausir guðir hverfa fyrir fullt og allt.+
19 Fólk flýr inn í hella í klettunumog í gjótur í jörðinni+undan ógnvekjandi reiði Jehóvaog stórfenglegri hátign hans+þegar hann rís upp og lætur jörðina skjálfa af ótta.
20 Á þeim degi taka menn gagnslausa guði sína úr silfri og gullisem þeir gerðu sér og krupu fyrir
og kasta þeim fyrir snjáldurmýs* og leðurblökur.+
21 Þeir flýja inn í hamraskorurog klettasprungurundan ógnvekjandi reiði Jehóvaog stórfenglegri hátign hansþegar hann rís upp og lætur jörðina skjálfa af ótta.
22 Hættið sjálfra ykkar vegna að treysta mönnumsem eru ekki annað en hverfull andardráttur.
Hvernig er hægt að treysta þeim?
Neðanmáls
^ Eða „Á lokaskeiði daganna“.
^ Eða „fræðsla kemur; leiðsögn kemur“.
^ Eða „greiða úr málum“.
^ Snjáldurmýs eru óseðjandi.