Jesaja 9:1–21
9 En myrkrið verður ekki eins og þegar neyð var í landinu, eins og fyrr á tímum þegar Sebúlonsland og Naftalíland voru fyrirlitin og hrjáð.+ Síðar meir lætur hann* landið njóta virðingar – veginn til sjávar, Jórdansvæðið, Galíleu þjóðanna.
2 Fólkið sem gekk í myrkrinuhefur séð mikið ljós.
Ljós hefur skiniðá þá sem búa í landi dimmra skugga.+
3 Þú hefur gert þjóðina fjölmenna,þú hefur gert gleðina mikla.
Hún gleðst frammi fyrir þéreins og fólk gleðst á uppskerutímanum,eins og menn gleðjast sem skipta herfangi.
4 Þú hefur brotið sundur þungt ok þeirra,stafinn á herðum þeirra, staf harðstjórans,eins og á degi Midíans.+
5 Öll hermannastígvél sem jörðin nötrar undanog öll blóði drifin fötverða brennd í eldi.
6 Okkur er fætt barn,+okkur er gefinn sonurog valdið* mun hvíla á herðum hans.+
Hann verður nefndur Undraráðgjafi,+ Máttugur guð,+ Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
7 Vald* hans mun sífellt vaxaog friðurinn tekur engan enda,+friðurinn sem hvílir yfir hásæti Davíðs+ og ríki hans.
Það verður grundvallað+ og efltmeð réttvísi+ og réttlæti+héðan í frá og að eilífu.
Brennandi ákafi Jehóva hersveitanna kemur því til leiðar.
8 Jehóva sendi Jakobi dómsboðskapog hann er kominn yfir Ísrael.+
9 Öll þjóðin fær að vita það– Efraím og íbúar Samaríu –allir sem segja í hroka sínum og ósvífni hjartans:
10 „Múrsteinshús eru hruninen við byggjum aftur úr tilhöggnum steini.+
Mórfíkjutré hafa verið fellden við setjum sedrustré í staðinn.“
11 Jehóva sendir fjandmenn Resíns gegn henniog æsir óvini hennar til átaka,
12 Sýrlendinga úr austri og Filistea úr vestri.+
Þeir gleypa Ísrael með galopnu gini.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,hönd hans er enn á lofti til að slá.+
13 En þjóðin hefur ekki snúið aftur til hans sem slær hana,hún hefur ekki leitað Jehóva hersveitanna.+
14 Jehóva mun á einum degihöggva af Ísrael höfuð og hala, frjóanga og sef.*+
15 Öldungar og virtir menn eru höfuðiðog spámenn sem kenna lygar eru halinn.+
16 Leiðtogar fólksins leiða það afvegaog þeir sem láta leiða sig eru ráðvilltir.
17 Þess vegna gleðst Jehóva ekki yfir ungmennum þeirraog sýnir föðurlausum börnum* þeirra og ekkjum enga miskunnþví að allir eru fráhvarfsmenn og illvirkjar+og sérhver munnur fer með heimsku.
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,hönd hans er enn á lofti til að slá.+
18 Illskan logar eins og eldur,gleypir þyrnirunna og illgresi.
Hún kveikir í skógarþykkninuog það fuðrar upp í reyk.
19 Landið logarvegna reiði Jehóva hersveitannaog fólkið verður eldsmatur.
Enginn þyrmir neinum, ekki einu sinni bróður sínum.
20 Menn höggva á hægri hönd sér til mataren eru samt jafn svangir.
Menn gleypa í sig á vinstri hönden verða ekki saddir.
Hver og einn hámar í sig holdið af eigin handlegg,
21 Manasse gleypir Efraímog Efraím Manasse.
Saman berjast þeir gegn Júda.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,hönd hans er enn á lofti til að slá.+
Neðanmáls
^ Það er, Guð.
^ Eða „stjórnvaldið; höfðingjadómurinn“.
^ Eða „Stjórnvald; Höfðingjadómur“.
^ Eða hugsanl. „pálmagreinar og reyr“.
^ Eða „munaðarleysingjum“.