Fyrir fjölskylduna
Fyrir fjölskylduna
Hverjir voru fiskimenn?
1. Hvaða tveir fiskimenn voru synir Sebedeusar og postular Jesú?
Skrifaðu svarið hér fyrir neðan.
VÍSBENDING: Lestu Matteus 4:21, 22.
․․․․․
2. Nefndu tvo aðra postula sem voru fiskimenn.
VÍSBENDING: Lestu Matteus 4:18.
․․․․․
TIL UMRÆÐU:
Af hverju sagði Jesús að lærisveinar sínir ættu að ,veiða menn‘? (Matteus 4:19) Hvað heldurðu að sé líkt og hvað ólíkt með því að veiða fisk og veiða menn?
HVAÐ VEISTU UM ANDRÉS POSTULA?
3. Lærisveinn hvers var Andrés áður en hann gerðist fylgjandi Jesú?
VÍSBENDING: Lestu Markús 1:4; Jóhannes 1:35-40.
․․․․․
4. Hverjum sagði Andrés frá Jesú og með hvaða árangri? VÍSBENDING: Lestu Jóhannes 1:40-42.
․․․․․
TIL UMRÆÐU:
Af hverju er gott að segja ættingjum frá því sem þú veist um Jesú? Hvernig gætu sumir ættingjar þínir samt brugðist við?
VÍSBENDING: Lestu Matteus 10:32-37.
ÚR ÞESSU BLAÐI
Svaraðu eftirfarandi spurningum og bættu inn versinu/versunum sem vantar:
BLS. 3 Hvað gerir hygginn maður? Orðskviðirnir 14:․․․
BLS. 8 Hvaða nafn hefur Guð gefið sér? 2. Mósebók 6:․․․
BLS. 25 Hvaða ástæðu höfum við til að lofa Jehóva? Opinberunarbókin 4:․․․
BLS. 26 Hvað gerist ef ,egnt er til reiði‘? Orðskviðirnir 30:․․․
SVÖR
1. Jakob og Jóhannes.
2. Pétur og Andrés.
3. Jóhannesar skírara.
4. Pétri bróður sínum og hann gerðist lærisveinn Jesú.