Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Býr hönnun að baki?

Rani fílsins

Rani fílsins

● Vísindamenn vinna nú að því að þróa fimari og sveigjanlegri hreyfiarm en áður hefur þekkst. Yfirmaður hönnunardeildar fyrirtækisins, sem vinnur að þessari þróun, segir að nýi hreyfiarmurinn „skari fram úr öllu sem til sé nú um stundir á sviði sjálfstýrðra tækja í iðnaði“. Og hver er kveikjan að þessari nýjung? „Það er rani fílsins.“

Hugleiddu þetta: Rani fílsins vegur um 140 kíló og hefur verið kallaður „fjölhæfasti og nytsamasti útlimur sem til er á jörð“. Raninn gegnir mörgum hlutverkum. Hann er bæði nef, sogrör, handleggur og hönd. Með honum getur fíllinn andað, þefað, drukkið, gripið og meira að segja gefið frá sér ærandi öskur.

En það er ekki allt og sumt. Í rananum eru um 40.000 vöðvaþræðir sem gera fílnum kleift að hreyfa hann í allar áttir. Með totunni á enda ranans getur fíllinn tekið upp smápening. En svo sterkur er raninn að með honum getur fíllinn líka lyft allt að 270 kílóum.

Vísindamenn vonast til að geta líkt eftir fimi ranans og þróað margfalt betri hreyfiarma, bæði til heimils- og iðnaðarnota. „Við höfum smíðað algerlega nýja tegund hjálpartækis sem er ólíkt hefðbundnum vélmennum,“ segir fulltrúi fyrirtækisins sem áður er getið. „Í fyrsta sinn geta menn og vélar unnið saman hættulaust og á skilvirkan hátt.“

Hvað heldurðu? Þróaðist rani fílsins? Eða var hann hannaður?