Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SVIPMYNDIR ÚR FORTÍÐINNI

Platón

Platón

Platón (um 427-347 f.Kr.) var heiðinn grískur heimspekingur, sennilega fæddur í Aþenu. Hann var af hefðarfólki kominn og hlaut sams konar menntun og tíðkaðist meðal efnafólks. Hann varð fyrir miklum áhrifum af hinum kunna heimspekingi Sókratesi og lærisveinum Pýþagórasar sem var heimspekingur og stærðfræðingur.

EFTIR að hafa ferðast um löndin við Miðjarðarhaf og gefið sig að stjórnmálum í grísku borginni Sýrakúsu á Sikiley sneri Platón aftur til Aþenu þar sem hann stofnaði Akademíuna. Hún er oft kölluð fyrsti háskóli Evrópu og varð miðstöð rannsókna í stærðfræði og heimspeki.

SKIPTA KENNINGAR HANS MÁLI FYRIR OKKUR?

Kenningar Platóns hafa haft gríðarleg áhrif á trúarskoðanir milljóna manna, meðal annars þeirra sem játa kristna trú. Margir þeirra telja ranglega að þessar trúarskoðanir séu sóttar í Biblíuna. Ein helsta kenning Platóns er sú að mennirnir hafi ódauðlega sál sem lifi áfram þegar líkaminn deyr.

„Ódauðleiki sálarinnar er eitt af helstu viðfangsefnum Platóns.“ – Body and Soul in Ancient Philosophy

Lífið eftir dauðann var Platón mjög hugleikið. „Ódauðleiki sálarinnar er eitt af helstu viðfangsefnum Platóns,“ segir bókinni Body and Soul in Ancient Philosophy. Hann var algerlega sannfærður um að „sálin lifi áfram eftir að líkaminn deyr og hljóti þá verðskuldaða umbun eða refsingu“, allt eftir því hvernig manneskjan var í lifanda lífi. *

 HVERNIG BREIDDUST KENNINGAR PLATÓNS ÚT?

Akademía Platóns hafði feikileg áhrif á þeim níu öldum sem hún starfaði, frá 387 f.Kr. til 529 e.Kr. Hugmyndafræði Platóns náði miklum vinsældum í löndum sem Grikkland og Róm réðu yfir. Gyðingurinn og heimspekingurinn Fílón frá Alexandríu aðhylltist platónisma og hið sama er að segja um marga forystumenn kristna heimsins. Þetta leiddi til þess að gyðingdómur og kristni smituðust af heiðnum heimspekihugmyndum, þar á meðal hugmyndinni um ódauðlega sál.

„Öll kristin guðfræði byggist að einhverju leyti á grískri heimspeki samtíðarinnar, ekki síst platónismanum, en sumir kristnir hugsuðir . . . eiga skilið að kallast kristnir platónistar.“ Þetta kemur fram í ritverkinu The Anchor Bible Dictionary. Berðu saman eftirfarandi heimildir.

Platón sagði: „Raunverulegt sjálf okkar allra, sem við köllum ódauðlega sál, hverfur [við dauðann] til samvista við aðra guði . . . til að gera reikningsskil – og hinir góðu ættu að taka því með hugrekki en hinir illu með ýtrasta ótta.“ – Plato – Laws, 12. bók.

Biblían segir: Sálin er manneskjan sjálf eða líf hennar. Dýrin eru líka sálir. Við dauðann hættir sálin að vera til. * Lestu eftirfarandi biblíuvers:

Biblían kennir greinilega ekki að sálin lifi áfram eftir líkamsdauðann. Þú ættir því að spyrja þig hvort trúarskoðanir þínar séu byggðar á Biblíunni eða heimspeki Platóns.

^ gr. 7 Þótt Platón hafi breitt út kenninguna um ódauðleika sálarinnar var hann ekki upphafsmaður hennar. Þessi kenning hafði lengi verið til í ýmsum myndum í heiðnum trúarbrögðum, þar á meðal hjá Egyptum og Babýloníumönnum.

^ gr. 12 Biblían líkir dauðanum við svefn og segir að dánir bíði upprisu. (Prédikarinn 9:5; Jóhannes 11:11-14; Postulasagan 24:15) Ef sálin væri hins vegar ódauðleg væri engin þörf á upprisu.