Hvers vegna skiptir svarið máli?
Hvers vegna skiptir máli hvort til sé skapari? Ef rökin sannfæra þig um að til sé alvaldur Guð gætirðu haft áhuga á að skoða rökin fyrir því að Biblían sé innblásin af honum. Og ef þú treystir því sem Biblían segir er líklegt að þú njótir góðs af því á eftirfarandi vegu.
Líf þitt verður innihaldsríkara
BIBLÍAN SEGIR: ,Guð hefur með góðverkum sínum gefið ykkur regn af himni og uppskerutíma, veitt ykkur næga fæðu og fyllt hjörtu ykkar gleði.‘ – Postulasagan 14:17.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? Allt sem þú nýtur í náttúrunni er gjöf frá skaparanum. Þú verður enn þakklátari fyrir þessar gjafir þegar þú kemst að því hve annt gjafaranum er um þig.
Þú færð trausta leiðsögn í lífinu
BIBLÍAN SEGIR: „Þá skilur þú einnig hvað réttlæti er, réttur og réttsýni, skilur sérhverja braut hins góða.“ – Orðskviðirnir 2:9.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? Guð veit hvað þú þarft til að njóta hamingju því að hann er skaparinn. Þú lærir margt sem gagnast þér núna með því að rannsaka Biblíuna.
Þú færð svör við spurningum þínum
BIBLÍAN SEGIR: ,Þér mun veitast þekking á Guði.‘ – Orðskviðirnir 2:5.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? Að komast að því að til er skapari getur hjálpað þér að finna svör við mikilvægum spurningum eins og: Hver er tilgangur lífsins? Hvers vegna er svona mikið um þjáningar í heiminum? Hvað gerist við dauðann? Þú getur fundið fullnægjandi svör í Biblíunni.
Þú getur litið framtíðina björtum augum
BIBLÍAN SEGIR: „Ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.“ – Jeremía 29:11.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? Guð lofar að útrýma illsku, þjáningum og jafnvel dauðanum. Þegar þú treystir loforðum Guðs hjálpar framtíðarvonin þér að takast á við vandamál af hugrekki.