HVERNIG ER HÆGT AÐ RJÚFA VÍTAHRING HATURS?
2 | Hefnum okkar ekki
Biblían segir:
„Gjaldið engum illt með illu … Ef hægt er skuluð þið halda frið við alla menn að svo miklu leyti sem það er á ykkar valdi. Hefnið ykkar ekki sjálf … því að skrifað er: ‚„Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Jehóva.‘“ – RÓMVERJABRÉFIÐ 12:17–19.
Hvað merkir það?
Þótt það sé eðlilegt að finna til reiði þegar við erum beitt órétti vill Guð ekki að við hefnum okkar. Hann hvetur okkur til að bíða þess tíma þegar hann leiðréttir allt óréttlæti. – Sálmur 37:7, 10.
Hvað getur þú gert?
Þegar ófullkomið fólk hefnir sín kemur það af stað vítahring haturs. Ef einhver móðgar þig eða gerir þér mein skaltu því ekki gjalda í sömu mynt. Reyndu að hafa stjórn á tilfinningum þínum og bregðast friðsamlega við. Í sumum tilfellum gæti verið best að láta málið niður falla. (Orðskviðirnir 19:11) En stundum er augljóslega best að gera eitthvað í málinu. Ef þú ert til dæmis fórnarlamb glæps gætirðu tilkynnt hann til lögreglu eða viðkomandi stofnunar.
Hefnigirni er sjálfum okkur til tjóns.
En hvað ef ekki virðist vera nein friðsöm leið til að leysa vandamálið? Eða ef þú hefur reynt allt sem í þínu valdi stendur til að leysa málið á friðsaman hátt? Ekki hefna þín. Það gerir málin trúlega erfiðari. Þú skalt frekar rjúfa vítahring haturs með því að læra að treysta leið Jehóva til að leysa vandamálið. „Treystu honum og hann mun hjálpa þér.“ – Sálmur 37:3–5.