HVERNIG ER HÆGT AÐ RJÚFA VÍTAHRING HATURS?
1 | Verum óhlutdræg
Biblían segir:
„Guð mismunar ekki fólki heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“ – POSTULASAGAN 10:34, 35.
Hvað merkir það?
Jehóva a Guð dæmir okkur ekki eftir þjóðerni, kynþætti, húðlit eða menningu. Hann horfir á það sem skiptir máli – okkar innri mann. Biblían segir: „Mennirnir sjá hið ytra en Jehóva sér hvað býr í hjartanu.“ – 1. Samúelsbók 16:7.
Hvað getur þú gert?
Þótt við sjáum ekki hvað býr í hjarta fólks getum við reynt að líkja eftir Guði og vera óhlutdræg í garð annarra. Reyndu að horfa á fólk sem einstaklinga frekar en hóp. Ef þú ert neikvæður út í aðra, kannski þá sem eru af öðrum kynþætti eða þjóðerni, skaltu biðja Guð um að hjálpa þér að losa þig við slíkar tilfinningar. (Sálmur 139:23, 24) Ef þú biður Jehóva að hjálpa þér að mismuna ekki fólki geturðu verið viss um að hann hlusti á bæn þína og styrki þennan góða ásetning þinn. – 1. Pétursbréf 3:12.
a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.
„Ég hafði aldrei setið í sátt og samlyndi með hvítri manneskju … Nú var ég hluti af sönnu alþjóðlegu bræðralagi.“ – TITUS