Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2 | ‚Huggunin sem Ritningarnar veita‘

2 | ‚Huggunin sem Ritningarnar veita‘

BIBLÍAN SEGIR: „Allt sem var skrifað áður var skrifað til að við gætum lært af því og haldið voninni vegna þolgæðis okkar og þeirrar huggunar sem Ritningarnar veita.“ – RÓMVERJABRÉFIÐ 15:4.

Hvað þýðir það?

Biblían getur hughreyst okkur og veitt okkur þann styrk og þolgæði sem við þurfum til að takast á við neikvætt hugsanamynstur. Boðskapur hennar gefur okkur líka von um að tilfinningalegur sársauki heyri brátt sögunni til.

Hvernig hjálpar þetta?

Öllum líður illa af og til en þeir sem eru haldnir þunglyndi eða kvíða gætu þurft að glíma við sárar tilfinningar daglega. Hvernig getur Biblían hjálpað?

  • Biblían gefur okkur margt jákvætt til að hugsa um og það getur komið í staðinn fyrir neikvæðar hugsanir. (Filippíbréfið 4:8) Það getur hughreyst okkur og róað svo að við getum haft stjórn á tilfinningum okkar. – Sálmur 94:18, 19.

  • Biblían getur hjálpað okkur að berjast gegn þeirri hugsun að við séum einskis virði. – Lúkas 12:6, 7.

  • Mörg vers í Biblíunni fullvissa okkur um að við stöndum ekki ein og að Guð, skapari okkar, skilji tilfinningar okkar til fulls. – Sálmur 34:18; 1. Jóhannesarbréf 3:19, 20.

  • Biblían lofar að Guð muni fjarlægja sárar minningar. (Jesaja 65:17; Opinberunarbókin 21:4) Þegar vondar hugsanir og tilfinningar þjaka okkur getur þetta loforð gefið okkur styrk til að halda út.