Er Jesús almáttugur Guð?
Er Jesús almáttugur Guð?
Algeng svör:
▪ „Já, Jesús er Guð almáttugur.“
▪ „Jesús var Guð holdi klæddur.“
Hvað sagði Jesús?
▪ „Ef þér elskuðuð mig yrðuð þér glöð af því að ég fer til föðurins því faðirinn er mér meiri.“ (Jóhannes 14:28) Jesús viðurkenndi að hann og faðir hans væru ekki jafningjar.
▪ „Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“ (Jóhannes 20:17) Jesús talaði ekki um sjálfan sig sem Guð heldur talaði um Guð sem aðskilda persónu.
▪ „Það sem ég tala kemur ekki frá sjálfum mér heldur hefur faðirinn, sem sendi mig, boðið mér hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala.“ (Jóhannes 12:49) Kenningar Jesú komu ekki fá honum sjálfum heldur frá föðurnum.
JESÚS sagðist vera sonur Guðs, ekki almáttugur Guð. Ef Jesús var Guð, til hvaða persónu var hann þá að biðja þegar hann var hér á jörð? (Matteus 14:23; 26:26-29) Varla var hann aðeins að þykjast tala við einhvern annan!
Þegar tveir af lærisveinum Jesú báðu hann um sérstakar stöður í ríki hans svaraði hann: „Ég ræð því ekki hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim sem faðir minn hefur ákveðið.“ (Matteus 20:23) Var Jesús að ljúga þegar hann sagðist ekki hafa umboð til að verða við beiðni þeirra? Auðvitað ekki! Hann viðurkenndi auðmjúklega að Guð einn hefði umboð til að taka slíkar ákvarðanir. Jesús útskýrði jafnvel að sumt vissu hvorki hann né englarnir heldur aðeins faðirinn einn. — Markús 13:32.
Var Jesús aðeins lægra settur en Guð meðan hann var maður hér á jörð? Nei. Eftir dauða Jesú og upprisu er honum lýst í Biblíunni sem lægra settum en Guð. Páll postuli minnir okkur á að „Guð [sé] höfuð Krists“. (1. Korintubréf 11:3) Í Biblíunni segir að í framtíðinni „þegar allt hefur verið lagt undir [soninn] mun og sonurinn sjálfur skipa sig undir föðurinn er lagði alla hluti undir hann svo að Guð verði allt í öllu“. — 1. Korintubréf 15:28.
Jesús er greinilega ekki Guð almáttugur. Þess vegna kallaði hann föðurinn ‚Guð sinn‘. — Opinberunarbókin 3:2, 12; 2. Korintubréf 1:3, 4. *
[Neðanmáls]
^ gr. 12 Finna má frekari upplýsingar um þetta efni á bls. 201-204 í bókinni Hvað kennir Biblían?, gefin út af Vottum Jehóva.
[Innskot á blaðsíðu 7]
Jesús sagði að sumt vissu hvorki hann né englarnir heldur aðeins faðirinn einn.