FORSÍÐUEFNI: ER TRÚARBRÖGÐUNUM TREYSTANDI?
Sérðu trúarbrögðin í réttu ljósi?
Segjum sem svo að þú sért með lífshættulegan sjúkdóm og þurfir að fara í skurðaðgerð. Þú vilt geta treyst skurðlækninum fullkomlega þar sem líf þitt verður í hans höndum. Væri ekki skynsamlegt að kanna hversu fær hann er í sínu starfi?
Á svipaðan hátt er viturlegt að skoða trúarbrögðin í réttu ljósi. Ef þú tilheyrir einhverju trúfélagi eða kirkjudeild ertu í rauninni að leggja trú þína í þeirra hendur, þar með talið möguleika þína á að öðlast hjálpræði.
Jesús lét í té meginreglu til að hjálpa okkur að sjá trúarbrögð í réttu ljósi. Hann sagði: „Hvert tré þekkist af ávexti sínum.“ (Lúkas 6:44) Hvaða ávöxt ber til dæmis ákveðið trúfélag eða kirkjudeild? Leggja trúarleiðtogar þeirra óhóflega áherslu á peninga? Fylgja meðlimir þeirra meginreglum Biblíunnar hvað varðar hernað og siðferði? Eru einhver trúarbrögð í rauninni traustsins verð? Við hvetjum þig til að lesa næstu greinar.
„Hvert tré þekkist af ávexti sínum.“ – Lúkas 6:44