Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | ER SATAN TIL?

Er ástæða til að óttast Satan?

Er ástæða til að óttast Satan?

Kolmónoxíð er ósýnilegt og hættulegt – rétt eins og Satan.

Það er lyktarlaust, litlaust og erfitt að greina það í andrúmsloftinu. Fólk andar því að sér algerlega grunlaust um hættuna. Um allan heim má líklega rekja meira en helming allra dauðsfalla af völdum eitrunar til þessarar einu lofttegundar: Kolmónoxíðs. Hins vegar er ástæðulaust að fyllast ótta. Hægt er að gera ýmislegt til að greina þessa lofttegund um leið og hún smýgur út í andrúmsloftið og til að verja sig gegn hættunni. Margir sýna fyrirhyggju með því að setja upp gasskynjara og bregðast síðan fljótt við þegar hann gefur frá sér viðvörunarmerki.

Rétt eins og kolmónoxíð er Satan ósýnilegur og stórhættulegur og erfitt fyrir mennina að átta sig á að hann sé til. En Guð lætur okkur í té þá hjálp sem við þurfum. Það er engin ástæða til að óttast Satan ef þú nýtir þér eftirfarandi gjafir Guðs.

Valfrelsi. Í Jakobsbréfinu 4:7 segir: „Standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur.“ Þó að Satan sé öflugur getur hann ekki neytt þig til að gera eitthvað sem þú vilt ekki gera. Þú hefur frelsi til að velja. Í 1. Pétursbréfi 5:9 segir: „Standið gegn honum [djöflinum] stöðug í trúnni.“ Mundu að Satan fór frá Jesú eftir að Jesús hafði afdráttarlaust hafnað freistingum hans. (Matteus 4:11) Þú hefur líka það val að standa gegn Satan.

Vinátta Guðs. Jakobsbréfið 4:8 hvetur okkur: „Nálægið ykkur Guði.“ Jehóva býður þér að tengjast sér nánum vináttuböndum. Hvernig geturðu gert það? Best er að byrja á því að læra meira um hann með hjálp Biblíunnar. (Jóhannes 17:3) Það sem þú lærir um Jehóva fær þig til að elska hann og í kjölfarið vaknar hjá þér löngun til að gera vilja hans. (1. Jóhannesarbréf 5:3) Hvernig bregst himneskur faðir þinn við þegar þú leggur þig fram um að nálægja þig honum? Guð mun þá ,nálgast þig‘, segir í Jakobsbréfinu.

Jehóva lætur okkur í té fræðslu okkur til verndar.

Loforð um vernd. Í Orðskviðunum 18:10 stendur: „Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er óhultur.“ Þetta merkir auðvitað ekki að nafn Guðs sé eins og einhvers konar verndargripur heldur merkir það að þeir sem heiðra nafn Guðs í fyllstu einlægni geti hvenær sem er leitað verndar hjá honum.

Dæmi úr Biblíunni. Í Postulasögunni 19:19 er sagt frá fólki í Efesus sem hafði nýlega tekið kristna trú. Taktu eftir hvað fólkið gerði: „Allmargir, er farið höfðu með kukl, komu með bækur sínar og brenndu þær að öllum ásjáandi. Þær voru samtals virtar á fimmtíu þúsundir silfurpeninga.“ * Þessir kristnu Efesusbúar losuðu sig við alla hluti sem tengdust dulspeki, óháð verðmæti þeirra. Það er okkur til góðs að fara að fordæmi þeirra. Heimurinn í dag er gegnsýrður dulspeki og andatrú. Þótt siðir og hlutir, sem tengjast dulspeki, virðast sakleysislegir geta þeir gert okkur berskjölduð fyrir áhrifum illra anda. Það er nauðsynlegt að losa sig við allt slíkt, hvað sem það kostar. – 5. Mósebók 18:10-12.

Rogelio, sem minnst var á í fyrstu greininni í þessari greinaröð, trúði ekki lengi framan af að Satan væri til. En þegar hann var um fimmtugt skipti hann um skoðun. Hvers vegna? „Í fyrsta sinn á ævinni eignaðist ég biblíu,“ segir hann. „Biblíufræðslan, sem ég fékk, sannfærði mig um að djöfullinn er til. Þessi fræðsla hjálpar mér líka að verja mig fyrir áhrifum hans.“

„Biblíufræðslan, sem ég fékk, sannfærði mig um að djöfullinn er til. Þessi fræðsla hjálpar mér líka að verja mig fyrir áhrifum hans.“

Hvernig heldurðu að lífið yrði ef Satan væri ekki lengur til? Þú átt þess kost að upplifa það ef þig langar til. Í Biblíunni er sagt fyrir að í framtíðinni verði Satan, sem leiðir svo marga afvega, „kastað í díkið elds og brennisteins“. (Opinberunarbókin 20:10) Auðvitað getur bókstaflegur eldur og brennisteinn ekki unnið ósýnilegri andaveru mein. Þess vegna hlýtur eldsdíkið að tákna endanlega eyðingu. Satan verður tortímt fyrir fullt og allt. Það verður sannarlega mikill gleðitími fyrir þá sem elska Guð.

En þangað til það gerist skaltu leggja þig allan fram um að kynnast Jehóva og vilja hans æ betur. * Ímyndaðu þér hversu dásamlegt lífið verður þegar loks verður hægt að fullyrða með réttu: „Satan er ekki til.“

^ gr. 8 Ef þessir silfurpeningar hafa verið rómverskir denarar jafngilti upphæðin daglaunum alls 50.000 verkamanna. Það er engin smá upphæð.

^ gr. 11 Hægt er að kynna sér nánar það sem Biblían kennir um Satan og viðhorf Guðs til dulspeki í 10. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Þú getur beðið votta Jehóva um eintak af bókinni eða lesið hana á www.mt1130.com/is.