SÖNGUR 58
Leitum að friðarins vinum
-
1. Jesús bauð: „Segið sannleikanum frá.“
Á sinni leið í hitanum
til allra reyndi hann að ná.
Unni Guðs sauðum, kallaði á þá.
Hann vann oft myrkra á milli
leitandi að þeim.
Á götunum, við hverjar dyr,
við fræðum fólk sem aldrei fyrr
og góðar fréttir segjum um nýjan heim.
(VIÐLAG)
Leitum um allt
að friðar vinum meðal þjóða.
Leitum að þeim
sem vilja hneigjast að því góða.
Náum til fólks
og hjálpum því.
-
2. Tíminn ei bíður, gleymast má ei neinn.
Já, milljón hjörtu, milljón líf,
allt gerum til að frelsa einn.
Knúin af kærleik komum aftur við,
þá hjörtun læknast
og vonin veitir innri frið.
Við leitum áköf borg úr borg
og orð Guðs sefar margra sorg,
við störfum áfram ánægð Guði við hlið.
(VIÐLAG)
Leitum um allt
að friðar vinum meðal þjóða.
Leitum að þeim
sem vilja hneigjast að því góða.
Náum til fólks
og hjálpum því.
(Sjá einnig Jes. 52:7; Matt. 28:19, 20; Lúk 8:1; Rómv. 10:10.)