Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 64

Vinnum glöð að uppskerunni

Vinnum glöð að uppskerunni

(Matteus 13:1-23)

  1. 1. Á uppskerutíma við erum

    sem upphefð er einstæð og merk.

    Sjá, akrarnir eru svo hvítir,

    við áköf því vinnum Guðs verk.

    Mér fyrirmynd frábær er Kristur,

    tók forystu akrinum á.

    Það gleður og heiðrar mig hverja stund

    er held út að uppskera’ og sá.

  2. 2. Af elsku til Guðs og til grannans

    við greikkum í starfinu spor.

    Fyrst endirinn nálgast nú óðum

    á akrinum sýnum við þor.

    Það verk okkur veitir þá gleði

    að vera Guðs samverkamenn.

    Af þrautseigju boðum því boðskap Guðs,

    hans blessunar njótum við enn.