SÖNGUR 74
Takið undir sönginn um ríkið
-
1. Nú gleðisöng, já, sigursöng má heyra,
þeim veitir sæmd sem allra æðstur er.
Hann vekur von og eflir þeirra eldmóð
sem taka undir ríkissönginn hér:
(VIÐLAG)
Guð dýrkið djörf með dýrðarvon
og kynnið Krist, hans konungsson.
Já, lærið söng um konungsríkið kristna
og Guði krjúpið, lofið nafnið hans.
-
2. Með söngnum nýja náðarríkið boðum,
vald Jesú nær til jarðarinnar nú.
Hér hefur fæðst ný þjóð í landi friðar,
hún ríkið fær og syngur sönginn trú:
(VIÐLAG)
Guð dýrkið djörf með dýrðarvon
og kynnið Krist, hans konungsson.
Já, lærið söng um konungsríkið kristna
og Guði krjúpið, lofið nafnið hans.
-
3. Já, þennan óð þeir auðmjúku nú læra,
þau skýru orð sem eru björt og hlý.
Um heiminn allan fleiri sönginn æfa
og bjóða öðru fólki kórinn í:
(VIÐLAG)
Guð dýrkið djörf með dýrðarvon
og kynnið Krist, hans konungsson.
Já, lærið söng um konungsríkið kristna
og Guði krjúpið, lofið nafnið hans.
(Sjá einnig Sálm 95:6; 1. Pét. 2:9, 10; Opinb. 12:10.)