Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ég trúi og sé

Ég trúi og sé

(Sálmur 27:13)

Sækja:

  1. 1. Óvinir sækja að mér,

    hent fyrir svöng ljónagin.

    Ég þarf ekki’ að óttast þá,

    Jehóva er mér hjá.

    Legg traust á hann, minn besta vin.

    (VIÐLAG)

    Ég trúi’ og sé og kemst í gegnum myrkrið.

    Ég trúi’ og sé, mig skelfir ekki neitt.

    Trúin hjálpar mér að sjá

    að Guð minn er mér hjá,

    allan tímann hefur hann mig leitt.

    Ég trúi’ og sé.

  2. 2. Trúfastir menn hér áður

    varðveittu gott hjartalag.

    Sýndu staðfasta trú

    á betra líf en nú,

    við lærum af þeim enn í dag.

    (VIÐLAG)

    Ég trúi’ og sé og kemst í gegnum myrkrið.

    Ég trúi’ og sé, mig skelfir ekki neitt.

    Trúin hjálpar mér að sjá

    að Guð minn er mér hjá,

    allan tímann hefur hann mig leitt.

    Ég trúi’ og sé.

    (MILLIKAFLI)

    Ég trúi’ og sé fjöll sem verða’ að sléttu,

    sé meir en fyrir augu ber.

    Hvar væri ég

    án þeirrar trúar sem ég hef

    á sannan Guð, hans englaher?

  3. 3. Bjartari von mín verður

    upplýsir Biblían.

    Ég halda þarf út,

    Guð bindur endahnút

    á þessa gömlu illu heimsskipan.

    (VIÐLAG)

    Ég trúi’ og sé og kemst í gegnum myrkrið.

    Ég trúi’ og sé, mig skelfir ekki neitt.

    Trúin hjálpar mér að sjá

    að Guð minn er mér hjá,

    allan tímann hefur hann mig leitt.

    Ég trúi’ og sé,

    ég trúi’ og sé.

(Sjá einnig  Hebr. 11:1–40.)