Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Gleðigjafi minn

Gleðigjafi minn

(Sálmur 16:11)

Sækja:

  1. 1. Á himni skína stjörnurnar

    á niðdimmri nótt.

    Á þinni fögru listasmíð

    er allt kyrrt og hljótt.

    Að þínum vilja varð allt til,

    á jörðu mikið sjónarspil,

    og gleðin varð þín.

    (VIÐLAG)

    Gleði skín af sköpun þinni,

    gleði fæst með boðun minni,

    boðum paradís á jörð.

    Verkin augljóslega sýna

    okkur fyrirætlun þína.

    Sigurgleði brátt ég finn,

    Guð, gleðigjafi minn.

  2. 2. Frá þér við fáum gjafirnar

    sem auðga’ okkar líf,

    og löngun til að lifa hér

    um ókomna tíð.

    Það sem við snertum, getum séð

    og skynjum, það er allt frá þér,

    og gleðin er mín.

    (VIÐLAG)

    Gleði skín af sköpun þinni,

    gleði fæst með boðun minni,

    boðum paradís á jörð.

    Verkin augljóslega sýna

    okkur fyrirætlun þína.

    Sigurgleði brátt ég finn,

    Guð, gleðigjafi minn.

    (MILLIKAFLI)

    Þótt sköpunin öll stynji

    höfum við sterka von.

    Frá himni sendir einkason,

    brátt gleðióp hljóma um jörð.

    (VIÐLAG)

    Gleði skín af sköpun þinni,

    gleði fæst með boðun minni,

    boðum paradís á jörð.

    Verkin augljóslega sýna

    okkur fyrirætlun þína.

    Sigurgleði brátt ég finn,

    Guð, gleðigjafi minn.

    (VIÐLAG)

    Gleði skín af sköpun þinni,

    gleði fæst með boðun minni,

    boðum paradís á jörð.

    Verkin augljóslega sýna

    okkur fyrirætlun þína.

    Sigurgleði brátt ég finn,

    Guð, gleðigjafi minn.