Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um hjónabandið?

Hvað segir Biblían um hjónabandið?

Svar Biblíunnar

 Eftir að hafa skapað fyrsta karlmanninn og fyrstu konuna leiddi Guð þau saman í hjónaband. Hann stofnaði hjónaband sem samband karls og konu og þau mynda grundvöll fjölskyldunnar. – 1. Mósebók 1:27, 28; 2:18.

 Guð vill að hjón séu hamingjusöm. (Orðskviðirnir 5:18) Hann sér þeim fyrir leiðbeiningum og meginreglum til að hjónabandið sé sterkt.

Í þessari grein

 Hver er mælikvarði Guðs fyrir hjónabandið?

 Frá upphafi stofnsetti Guð hjónabandið til að vera samband eins karls og einnar konu. (1. Mósebók 2:24) Guð samþykkir ekki fjölkvæni, kynlíf samkynhneigðra eða óvígða sambúð. (1. Korintubréf 6:9; 1. Þessaloníkubréf 4:3) Jesús kenndi fylgjendum sínum að hlýða upprunalegum mælikvarða Guðs varðandi hjónabandið. – Markús 10:6–8.

 Í augum Guðs er hjónabandið varanlegt samand. Þegar karlmaður og kona giftast lofa þau að vera hvort öðru trygg og trú alla ævi. Guð væntir þess að þau haldi það loforð. – Markús 10:9.

 Hvað með sambúðarslit og skilnað?

 Það geta komið tímar þegar eiginmaður og eiginkona þurfa að vera aðskilin, eins og þegar neyðartilfelli kemur upp í fjölskyldunni. En Biblían mælir á móti aðskilnaði vegna vandamála í hjónabandinu. Hún hvetur hjón í slíkum aðstæðum að vinna að sáttum. – 1. Korintubréf 7:10.

 Hjúskaparbrot er eina ástæðan sem Biblían segir að réttlæti skilnað. (Matteus 19:9) Ef eiginmaður og eiginkona ákveða að slíta samvistum eða skilja af einhverri annarri ástæðu en vegna hjúskaparbrots hefur hvorugt þeirra leyfi samkvæmt Biblíunni til að stofna til sambands eða hjónabands með öðrum. – Matteus 5:32; 1. Korintubréf 7:11.

 Þarf hjónaband að vera lögskráð til að Guð samþykki það?

 Guð væntir þess að kristnir menn hlýði yfirvöldum varðandi hjónabandið. (Títusarbréfið 3:1) Þegar mögulegt er að lögskrá hjónaband sitt og fólk gerir það sýnir það virðingu fyrir veraldlegum yfirvöldum og mælikvarða Guðs um varanlega skuldbindingu. a

 Hvaða hlutverk og ábyrgð hafa eiginmenn og eiginkonur samkvæmt Biblíunni?

  •   Sameiginleg ábyrgð. Eiginmenn og eiginkonur ættu að koma fram við hvort annað af ást og virðingu. (Efesusbréfið 5:33) Þau ættu að koma á móts við kynferðislegar þarfir hvort annars á ástríkan hátt og halda sig frá allri ótrúmennsku. (1. Korintubréf 7:3; Hebreabréfið 13:4) Eiginmenn og eiginkonur bera sameiginlega ábyrgð á að ala upp þau börn sem þau eiga. – Orðskviðirnir 6:20.

     Biblían ræðir ekki nákvæmlega um verkaskiptingu hjóna utan og innan heimilis. Þau geta ákveðið í sameiningu hvað virkar best fyrir fjölskylduna.

  •   Hlutverk eiginmannsins. Biblían segir að ‚maðurinn sé höfuð konu sinnar‘. (Efesusbréfið 5:23) Hann er höfuðið í þeim skilningi að hann ætti að leiðbeina fjölskyldu sinni og taka ákvarðanir sem eru eiginkonu hans og börnum til góðs.

     Hann ætti að tryggja að líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra sé fullnægt og að þau eigi gott samband við Guð. (1. Tímóteusarbréf 5:8) Hann sýnir að hann kann að meta eiginleika og hæfileika eiginkonu sinnar með því að vinna náið með henni og taka skoðanir hennar og tilfinningar með í reikninginn þegar hann tekur ákvarðanir. (Orðskviðirnir 31:11, 28) Biblían segir að eiginmaður ætti að annast skyldur sínar á ástríkan hátt. – Kólossubréfið 3:19.

  •   Hlutverk eiginkonunnar. Biblían segir að konan eigi að bera „djúpa virðingu fyrir manni sínum“. (Efesusbréfið 5:33) Það gleður Guð þegar eiginkona virðir hlutverkið sem hann fól eiginmanni hennar.

     Hlutverk hennar er að aðstoða manninn sinn, hjálpa honum að taka góðar ákvarðanir og styðja forystu hans. (1. Mósebók 2:18) Biblían fer fögrum orðum um eiginkonu sem annast sitt mikilvæga hlutverk í hjónabandinu. – Orðskviðirnir 31:10.

 Krefst Guð þess af hjónum nú á dögum að þau eignist börn?

 Nei. Fyrr á tímum sagði Guð sumum tilbiðjendum sínum að eignast börn. (1. Mósebók 1:28; 9:1) En kristnir menn eru ekki bundnir af þessum fyrirmælum. Jesús sagði fylgjendum sínum aldrei að eignast börn. Og enginn af lærisveinum hans á fyrstu öld sögðu að hjón þyrftu þess. Hjón geta ákveðið það sjálf hvort þau vilji eignast börn.

 Hvernig getur Biblían komið að gagni í mínu hjónabandi?

 Biblían hefur að geyma meginreglur sem geta hjálpað hjónum að leggja góðan grunn að hjónabandinu. Þær geta líka nýst hjónum til að forðast erfiðleika og sigrast á þeim.

 Meginreglur Biblíunnar geta komið hjónum að gagni …

a Sjá grein úr Varðturninum,Heiðvirð brúðkaup frammi fyrir Guði og mönnum“. Þar er að finna umfjöllun um hjónavígslur samkvæmt ættflokkahefð og borgaralegum vígslum.