Er María móðir Guðs?
Svar Biblíunnar
Nei, Biblían kennir ekki að María sé móðir Guðs og gefur hvorki til kynna að kristnir menn ættu að tilbiðja hana né sýna henni lotningu. a Hugleiddu þetta:
María hélt því aldrei fram að hún væri móðir Guðs. Í Biblíunni segir að hún hafi fætt „Guðs son,“ ekki Guð sjálfan. – Markús 1:1; Lúkas 1:32.
Jesús Kristur sagði aldrei að María væri móðir Guðs eða ætti að vera dýrkuð. Reyndar leiðrétti hann konu sem gaf ánægjulegu hlutverki Maríu, sem móður Jesú, sérstaka athygli og sagði við hana: „Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ – Lúkas 11:27, 28.
Hugtökin „móðir Guðs“ og „Theotokos“ (sú sem ber Guð) er hvergi að finna í Biblíunni.
Orðið „himnadrottning“ í Biblíunni á ekki við Maríu heldur falsguð eða gyðju sem fráhverfir Ísraelsmenn tilbáðu. (Jeremía 44:15-19) „Himnadrottningin“ gæti hafa verið Ístar (Astarte), babýlonsk gyðja.
Frumkristnir tilbáðu ekki Maríu og veittu henni ekki sérstakan heiður. Sagnfræðingur einn bendir á að frumkristnir „hefðu neitað að dýrka hana og trúlega óttast að sú óviðeigandi athygli sem María fengi vekti grun um gyðjudýrkun“. In Quest of the Jewish Mary (Leitin að Maríu Gyðingi).
Í Biblíunni er sagt að Guð hafi alltaf verið til. (Sálmur 90:1, 2; Jesaja 40:28) Þar sem hann á sér ekki upphaf getur hann ekki átt móður. Þar að auki gæti María ekki hafa borið Guð í móðurlífi sínu. Í Biblíunni er sagt skýrum orðum að jafnvel himnarnir rúmi hann ekki. – 1. Konungabók 8:27.
María – móðir Jesú en ekki „móðir Guðs“
María fæddist sem Gyðingur og hún var afkomandi Davíðs konungs. (Lúkas 3:23-31) Guð mat hana mikils vegna trúar hennar og hollustu. (Lúkas 1:28) Guð valdi hana til að verða móðir Jesú. (Lúkas 1:31, 35) María eignaðist fleiri börn með Jósef, eiginmanni sínum. – Markús 6:3.
Biblían veitir ekki miklar upplýsingar um Maríu en segir að hún hafi gerst lærisveinn Jesú. – Postulasagan 1:14.
a Nokkrir trúarhópar kenna að María sé móðir Guðs. Þeir titla hana gjarnan himnadrottinguna eða Theotokos sem er grískt orð og merkir „sú sem ber Guð“.